top of page
image.png

ErkiBók er nýtt bókaforlag sem sérhæfir sig í útgáfu á frumsömdu efni á rituðu máli sem og á nótum.

 

Fyrsta bókin sem forlagið gefur út er ljóðabók eftir tónskáldið Kjartan Ólafsson sem nefnist  Líf -Uppistand augnabliksins.

Kjartan hefur samið vel á þriðja hundrað tónverk af ólíkum gerðum, sinfóníur, óperur, kammerverk, kórverk, raftónverk og dægurlög og hafa mörg verka hans verið byggð á bókmenntalegum efnivið.

 

Hann hefur skrifað greinar í dagblöð og tímarit og unnið að fræðistörfum og rannsóknum á sviði tónsköpunar og miðlunar en auk þess  gefið út fjölda tónverka á geisladiskum og streymisveitum sem og á nótnaformi.

 

Ljóð eftir Kjartan hafa ekki birst opinberlega áður fyrir utan ljóðið við lagið LaLíf sem gefið var út af SmartBandi á sínum tíma.

 

Ljóðin í bókinni eru samin á undanförnum misserum og fjalla um lífið, tímann og tilveruna.

​​

Forsida.png

         Upphaf

Þú tókst mig í hring

til að núllstilla hugsunina

tæma hugann 

endurmeta aðstæður 

 

Skoða innistæður 

breyta forsendum

skerpa á staðreyndum 

finna staðsetningu

 

Móta möguleika 

styrkja stundina 

standsetja stöðuna 

stefnumóta startið

          --------

Útgáfuhóf 03.10.2024

bottom of page